Golf

Ís­lendingur vinnur við að mynda Ólympíu­leikana fyrir Frakkana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Þór Halldórsson er þessa dagana á bak við myndavélina á Ólympíugolfvellinum í Frakklandi.
Friðrik Þór Halldórsson er þessa dagana á bak við myndavélina á Ólympíugolfvellinum í Frakklandi. @isiiceland

Þegar það fer fram flott alþjóðlegt golfmót í dag þá eru miklar líkur á því að mótshaldarar hringi í íslenska myndatökumanninn Friðrik Þór Halldórsson.

Svo var það einnig þegar þurfti að kalla til bestu myndatökumennina fyrir golfkeppni Ólympíuleikanna í París.

Friðrik Þór er því að starfa á Ólympíuleikunum en golfkeppnina fer fram á Le Golf National golfvellinum í Guyancourt, suðvestur af Parísarborg.

Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik Þór starfar við upptökur á Ólympíuleikum.

Hann er nýkominn af Opna breska meistaramótinu hjá hinum konunglega Troon golfklúbbi í Skotlandi þar sem hann var líka meðal myndatökumanna.

Friðrik Þór er með víðtæka reynslu í að taka upp golfviðburði og hefur meðal annars verið tökumaður á helstu golfmótum í Evrópu. Má þar nefna Ryder-bikarinn auk Opna breska.

Friðrik Þór hefur einnig myndað tugi Íslandsmeistaramóta hér heima og fylgt íslenskum atvinnumönnum eftir á golfmótum erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×