Sport

Hesturinn fékk að vera með á lík­lega bestu sjálfu leikanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yoshiaki Oiwa vildi að hesturinn hans Mgh Grafton Street, fengi smá sviðsljós líka.
Yoshiaki Oiwa vildi að hesturinn hans Mgh Grafton Street, fengi smá sviðsljós líka. Yoshiaki Oiwa

Japanir unnu sín fyrstu verðlaun í hestaíþróttum í 92 ár þegar Japanarnir fengu bronsverðlaun í liðakeppni Ólympíuleikanna í París.

Bretar unnu gullverðlaun og Þjóðverjar silfur en þessi liðakeppni er ekki kynbundin, hvorki hjá mönnum né hestum. Japanar hefðu ekki unnið verðlaun í hestaíþróttum síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1932.

Í japanska liðinu voru Toshiyuki Tanaka, Kazuma Tomoto, Ryuzo Kitajima og Yoshiaki Oiwa en auðvitað áttu hestarnir þeirra, Jefferson, Vinci De La Vigne, Cekatinka og Mgh Grafton Street mikið hrós skilið þótt þeir hafi ekki fengið verðlaunin um hálsinn.

Sá síðastnefndi Yoshiaki Oiwa vildi þó gefa hesti sínum, Mgh Grafton Street, smá sviðsljós, enda stóð sá hinn sami sig frábærlega í keppninni..

Oiwa tók því skemmtilega sjálfu af sér, hestinum og bronsverðlaunum.

Mgh Grafton Street var greinilega sáttur með því þetta hann stakk tungunni út sem gerði myndina enn betri.

Þetta er örugglega ein besta sjálfan á Ólympíuleikunum í París. Vísir er í það minnsta enn að leita að betri sjálfu.

Hesturinn Mgh Grafton Street fékk að vera með á gullmyndinni.@NBCOlympics




Fleiri fréttir

Sjá meira


×