Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 07:45 Árásir Ísraela á Gasa héldu áfram í nótt. Fjórir féllu þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á tjaldbúðir í Deir al Balah. Þá stakk Palestínumaður tvo eldri borgara til bana í árás í Tel Aviv. AP/Abdel Kareem Hana Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59