Sport

„Systir þín var að vinna Ólympíugull“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thea Lafond fagnar sögulegu Ólympíugulli sínu í París en aðeins tæplega áttatíu þúsund manns búa á Dóminíku.
Thea Lafond fagnar sögulegu Ólympíugulli sínu í París en aðeins tæplega áttatíu þúsund manns búa á Dóminíku. EPA-EFE/YOAN VALAT

Chreign LaFond fékk skemmtilegar fréttir á æfingu með fótboltaliði Nayy háskólans.

LaFond er frá litla eyríkinu Dóminíku í Karíbahafinu en hann fékk skólastyrk til að spila amerískan fótbolta með Navy í Maryland fylki í Bandaríkjunum.

Strákurinn er þó ekki eini íþróttamaðurinn í fjölskyldunni því systir hans, Thea LaFond, skrifaði nýjan kafla í sögu litlu þjóðar þeirra í gær.

Thea varð þá Ólympíumeistari í þrístökki í París með því að stökkva yfir fimmtán metra. Þetta eru fyrstu verðlaun Dóminíku í sögu Ólympíuleikanna en aðeins tæplega 80 þúsund manns búa á eyjunni.

Nayy skólinn birti myndband af því á miðlum sínum þegar Chreign fékk fréttirnar frá París.

Þjálfari Navy kallaði þá Chreign fram og sagði: „Chreign LaFond! Systir þín var að vinna Ólympíugull,“ sagði þjálfarinn og það er óhætt að segja að liðsfélagarnir hafi líka fagnað þessum fréttum.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af litla bróður fréttirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×