Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að leit hafi staðið yfir úti fyrir Hamri vestanmegin á Heimaey ásamt því að lögregla hafi leitað á tjaldsvæðum, kíkt í bíla, gengið um Herjólfsfjall.
Búið sé að ganga um svæðið margoft og ekkert spurst til hans en tilkynning barst lögreglu um sexleytið í morgun.