Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar kölluð út til að­stoðar við leitina

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Björgunarsveitarmaður við leit á Heimaey í dag.
Björgunarsveitarmaður við leit á Heimaey í dag. Vísir/Viktor Freyr

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar við leitina að hinum tvítuga Helga Ingimar Þórðarsyni í Vestmannaeyjum sem hefur verið saknað síðan snemma í morgun.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Umfangsmikil leit stendur yfir með hjálp flygilda, þyrlu og báts. Mynd er af vettvangi.Vísir/Viktor Freyr

„Leitin hefur ekki borið árangur. Við erum að leita með öllum tiltækum ráðum og mannskap,“ segir Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Tilkynningin barst snemma í morgun og leitin hefur staðið yfir í dag.Vísir/Viktor Freyr

Björgunarbátur hefur þegar verið ræstur út og leitar að Helga af sjó. Dalurinn og svæði í kringum Hamar vestanmegin á Heimaey hafa verið þaulkembd en ekkert sést til Helga.


Tengdar fréttir

Björgunarbátur ræstur út til leitar á sjó

Leit stendur yfir í Vestmannaeyjum að Helga Ingimar Þórðarsyni en hans hefur verið saknað síðan snemma í morgun. Björgunarbáturinn Þór hefur verið ræstur út til leitar á sjó.

Lögregla lýsir eftir Helga

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni. Helgi er 21 árs gamall, 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænan bomberjakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×