Það var mikill sóðaskapur og rusl á víð og dreif um jörðina. Hann gagnrýnir umgengni íbúanna í færslu sem hann birti á íbúahóp Vesturbæjar í dag. Margir tóku undir með honum í athugasemdunum.

Öllum sama um ruslamál
„Hvort þetta sé um að kenna sóðaskap og umhirðuleysi íbúanna við þessar flottu stúdentagarða, eða rusla-gramsara eða dósasafnara, skal ósagt. Mér finnst að ábyrgðin á þessu liggi hjá þeim sem þessi sorpaðstaða tilheyrir. Ef einhver ruslagramsari sturtar úr tunnunum og hendir öllu út um allt, þýðir lítið að segja "Þetta var ekki mér að kenna" og horfa svo á rusið fjúka úm allt hverfið,“ skrifar hann í færslunni.
Hann kveðst finnast öllum vera býsna sama um ruslamál og sóðaskap í Reykjavík og tekur unga fólkið sérstaklega fram í þeim efnum.
Ekki í fyrsta skipti
„Þau virðast ekki kunna þetta,“ segir hann í samtali við fréttastofu.
Stúdentarnir fluttu fyrst inn í húsnæðið á síðasta ári en Teitur segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem hann kemur að afgirtu sorpsvæðinu í slíku ástandi.

„Ég undrast á því hvernig þetta geti gerst. Hver gengur svona um?“ spyr Teitur.
„Er það ríkisstjórninni að kenna, eða borgarstjóranum? Eða er þetta kannski ruslaköllunum að kenna? Eða er þetta kannski bara íbúunum að kenna?“ spyr Teitur sig þá.
„Þetta eru hugleiðingar sem leita á hugann,“ bætir hann við.