Sport

Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Noah Lyles og Kishane Thompson horfa upp á stigatöfluna eftir að hafa komið í markið en þá vissi enginn enn þá hvor þeirra varð á undan.
Noah Lyles og Kishane Thompson horfa upp á stigatöfluna eftir að hafa komið í markið en þá vissi enginn enn þá hvor þeirra varð á undan. Getty/Michael Steele

100 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í kvöld fer í sögubækurnar sem hraðasta 100 metra hlaupið í sögu leikanna. Það er líka það jafnasta.

Allir átta hlaupararnir hlupu undir tíu sekúndum í fyrsta sinn í úrslitahlaupi á Ólympíuleikum og það þurfti tölvutækni til að finna hver kom fyrstur í markið.

Myndin í markinu sýnir vel hversu litlu munaði á efstu mönnum.

Það er bringa keppenda sem ræður því hvenær þeir koma í markið.

Getty/Richard Heathcote/

Höfuðið á Kishane Thompson og fóturinn á Fred Kerley voru kannski á undan Noah Lyles en þegar kom að bringu keppenda þá var Lyles fyrstur.

Þeir Noah Lyles og Kishane Thompson eru báðir skráðir á 9,79 sekúndum en það þurfti að fara í einn aukastaf í viðbót til að finna muninn. Lyles var 0,005 sekúndum á undan.

Hér fyrir neðan má sjá þessa stórmerkilegum mynd af hlaupurunum við marklínuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×