Golf

Dag­bjartur fagnaði sigri í Ein­víginu á Nesinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son úr GR stóð uppi sem sig­ur­veg­ari.
Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son úr GR stóð uppi sem sig­ur­veg­ari. seth@golf.is

Dagbjartur Sigurbrandsson, kylfingur úr GR, stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag.

Einvígið á Nesinu var haldið í 28. sinn í Nesklúbbnum á Seltjarnarnesinu í dag. Mótið er árlegt góðgerðarmót og í ár var það haldið í samstarfi við Arion Banka.

Í mótslok veitti Arion Banki forsvarsmanni Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna.

Alls tóku tíu kylfingar þátt í Einvíginu á Nesinu í ár. Leiknar voru níu holur og einn kylfingur féll úr leik eftir hverja holu. 

Fyrsta holan var leikin með því sniði að sá kylfingur sem var fjærstur holu eftir þrjú högg féll úr leik og á annarri holu var það sá kylfingur sem var fjærstur holu eftir tvö högg.

Eftir það tók við hefðbundin útsláttarkeppni þar sem þau sem voru með hæsta skorið á hverri braut féllu úr leik.

Að lokum voru það Dagbjartur og Kjartan Óskar Guðmundsson úr NK sem stóðu eftir á níundu holu þar sem Dagbjartur hafði að lokum betur og stóð því uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×