Veður

Ró­legra veður en líkur á síð­degis­skúrum

Kjartan Kjartansson skrifar
Áfram má gera ráð fyrir rigningu eins og undanfarna daga. Myndin er úr safni.
Áfram má gera ráð fyrir rigningu eins og undanfarna daga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Spáð er rólegra veðri í dag en undanfarna daga með hægri austlægri eða breytilegri átt. Bjart verður með köflum en líkur á síðdegisskúrum allvíða. Áfram er þó spáð leiðinlegu veðri á Suðausturlandi með norðaustan kalda eða strekkingi og rigningu öðru hverju.

Á morgun er spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt, skýjuðu með köflum norðan- og austanlands og yfirleitt þurru. Gert er ráð fyrir dálítilli rigningu austast á landinu fram eftir degi. Kólna á heldur í veðri. 

Spáð er björtu að mestu á Suður- og Suðvesturlandi og hita að átján stigum en líkum á stöku síðdegisskúrum.

Útlit er fyrir fremur svala norðvestlæga átt með lítilsháttar vætu víða um land á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×