Fótbolti

Tekur við lands­liðinu eftir 38 ár í burtu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mircea Lucescu er mikill reynslubolti.
Mircea Lucescu er mikill reynslubolti. vísir/getty

Mircea Lucescu er nýr landsliðsþjálfari Rúmeníu í fótbolta. Hann tekur við liðinu eftir að hafa stýrt því síðast árið 1986.

Lucescu er á meðal sigursælli þjálfara frá landinu en hann stýrði til að mynda Shakhtar Donetsk í Úkraínu á blómaskeiði félagsins frá 2004 til 2016. Hann vann átta úkraínska meistaratitla sem þjálfari liðsins og þá bætti hann níunda slíka titlinum í safnið sem þjálfari Dynamo Kiev árið 2021.

Hann hætti í úkraínsku höfuðborginni í fyrra en virðist nú vera að snúa aftur til heimalandsins og taka við landsliði Rúmeníu 79 ára að aldri.

Áður stýrði Lucescu landsliðinu árin 1981 til 1986 og snýr því aftur eftir 38 ára fjarveru. Þá er þetta fyrsta starf Lucescu í heimalandinu frá aldamótum þegar hann stýrði Rapid Búkarest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×