Viðskipti innlent

Play í Kaup­höllina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Örn Ólafsson tók við sem forstjóri Play í mars. 
Einar Örn Ólafsson tók við sem forstjóri Play í mars.  Einar Árnason

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn flugfélagsins Play um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á fimmtudaginn en þau hafa hingað til verið á First north markaðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallarinnar.

Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en nú er ljóst að Play færist í Kauphöllina á fimmtudag.

Miklar skipulagsbreytingar hafa orðið hjá Play undanfarna mánuði. Forstjóraskipti urðu í apríl og þrír framkvæmdastjórar hafa horfið á braut. Play tapaði milljarði króna á öðrum ársfjórðungi en Einar Örn Ólafsson, forstjóri og stór hluthafi í Play, segir stöðu flugfélagsins trausta. Vísaði hann í lausafjárstöðu upp á sjö milljarða íslenskra króna.

Munurinn á First North og Aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu. Meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum. Fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Fjórðungur hlutafjár fyrirtækja á Aðalmarkaði þurfa að vera í eigu almennra fjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×