Fylkismenn svara umræðu um fjárhagsvandamál: „Hefur komið upp áður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2024 19:41 Einhverjir leikmenn Fylkis hafa verið beðnir um að bíða með launagreiðslur. Vísir/Anton Brink Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem félagið svara umfjöllun hlaðvarpsins Þungavigtin um að fjárhagur félagsins sé slæmur. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi Þungavigtarinnar, sagði frá því í síðasta þætti hlaðvarpsins að hann hefði heyrt að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða með að fá greidd laun. DV fjallaði um málið. „Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Rikki G í Þungavigtinni. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ bætti hann svo við er hann ræddi um stöðu liðsins í deildinni í bland við umrædd meint fjárhagsvandræði Fylkis. Fylkismenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir svara þessari umræðu. „Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. „Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti. Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað,“ segir enn fremur. Þá segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deildin hafi gripið þessa ráðs, en að félagið leggi áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þeim aðilum sem eiga í hlut. „Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli. Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert. Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði,“ segir að lokum. Besta deild karla Fylkir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi Þungavigtarinnar, sagði frá því í síðasta þætti hlaðvarpsins að hann hefði heyrt að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða með að fá greidd laun. DV fjallaði um málið. „Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Rikki G í Þungavigtinni. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ bætti hann svo við er hann ræddi um stöðu liðsins í deildinni í bland við umrædd meint fjárhagsvandræði Fylkis. Fylkismenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir svara þessari umræðu. „Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. „Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti. Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað,“ segir enn fremur. Þá segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deildin hafi gripið þessa ráðs, en að félagið leggi áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þeim aðilum sem eiga í hlut. „Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli. Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert. Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði,“ segir að lokum.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira