Körfubolti

Durant með fal­leg skila­boð til Leslie

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Durant á ferðinni á ÓL í París.
Durant á ferðinni á ÓL í París. vísir/getty

Körfuboltakappinn Kevin Durant skráði sig í sögubækurnar í gær er hann varð stigahæsti leikmaður Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum frá upphafi bæði í karla og kvennaflokki.

Hann tók metið af goðsögninni Lisa Leslie sem leiddi bandaríska kvennaliðið lengi vel.

Skömmu eftir að hafa slegið metið var Durant mættur á samfélagsmiðilinn X með falleg skilaboð til Leslie.

„Lisa Leslie þú ert gyllta viðmiðið í boltanum. Ég kann að meta ást þína og stuðning í gegnum árin,“ skrifaði Durant meðal annars.

Leslie skoraði 488 stig fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum en hún tók þátt 1996, 2000, 2004 og 2008.

Durant er kominn í 494 stig og mun klárlega bæta við það þar sem bandaríska landsliðið er komið í undanúrslit á ÓL í París þar sem Serbar bíða þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×