Gjaldþrotið nam 780 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 11:18 Sjáland var opnaður í maí 2020. Þar var rekinn samnefndur veitingastaður auk þess sem brúðkaup voru reglulega haldin þar og aðrar veislur í tilefni tímamóta. vísir/Vilhelm Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september í fyrra og var Hjördís E. Harðardóttir skipuð skiptastjóri. Skiptum á búinu lauk þann 1. ágúst síðastliðinn og lauk með úthlutunargerð. Greiddust búskröfur upp á 350 þúsund krónur og tæplega sex milljónir króna í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur en þær námu í heildina 780 milljónum króna. Gourmet leigði húsnæðið í Sjálandi af félaginu Arnarnesvogur ehf. sem er í eigu hjónanna Páls Þórs Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Símons Sigurðar Sigurpálssonar, fyrrverandi kaupmanns í Þinni verslun í Breiðholti og Kjörbúð Hraunbæjar, auk annarra smærri eigenda. Deilur sköpuðust um húsaleigu í nokkurn tíma sem tengdust ástandinu í kórónuveirufaraldrinum. Málið fór fyrir dóm og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Arnarnesvogur hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við Gourmet. Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi festi kaup á byggingunni Sjálandi í desember síðastliðnum fyrir 710 milljónir króna. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir ætla að opna þar líkamsræktarstöð. Sjálf hafa þau verið með glæsilegt einbýlishús í byggingu í göngufæri frá Sjálandi í Arnarnesinu. Gjaldþrot Garðabær Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58 World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01 Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49 Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september í fyrra og var Hjördís E. Harðardóttir skipuð skiptastjóri. Skiptum á búinu lauk þann 1. ágúst síðastliðinn og lauk með úthlutunargerð. Greiddust búskröfur upp á 350 þúsund krónur og tæplega sex milljónir króna í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur en þær námu í heildina 780 milljónum króna. Gourmet leigði húsnæðið í Sjálandi af félaginu Arnarnesvogur ehf. sem er í eigu hjónanna Páls Þórs Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Símons Sigurðar Sigurpálssonar, fyrrverandi kaupmanns í Þinni verslun í Breiðholti og Kjörbúð Hraunbæjar, auk annarra smærri eigenda. Deilur sköpuðust um húsaleigu í nokkurn tíma sem tengdust ástandinu í kórónuveirufaraldrinum. Málið fór fyrir dóm og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Arnarnesvogur hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við Gourmet. Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi festi kaup á byggingunni Sjálandi í desember síðastliðnum fyrir 710 milljónir króna. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir ætla að opna þar líkamsræktarstöð. Sjálf hafa þau verið með glæsilegt einbýlishús í byggingu í göngufæri frá Sjálandi í Arnarnesinu.
Gjaldþrot Garðabær Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58 World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01 Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49 Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58
World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01
Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49
Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31