Segir líforkuver risastórt skref í átt að matvælaöryggi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2024 12:30 Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuversins risastórt og mikilvægt skref fyrir landið. Vísir/Einar Matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði stórt skref fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi sem og í átt að betra hringrásarhagkerfi. Stefnt er að því að hefjast handa á næsta ári og taka á verið í notkun 2028. Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey. Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey.
Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira