Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 07:00 Björn Brynjúlfur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að fella brott tolla sem lagðir eru á innflutt matvæli. Vísir/Vilhelm/Getty Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“ Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
„Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“
Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira