Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:24 Skotið var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Grenndargralið Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó. Akureyri Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó.
Akureyri Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira