Þúsundir gagn-mótmælenda kæfðu boðaðar óeirðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2024 06:40 Þúsundir söfnuðust saman til að mótmæla hatri gegn flóttafólki og innflytjendum. AP/PA Þúsundir Breta söfnuðust saman í borgum víða um Bretland í gær og tóku höndum saman til að vernda miðstöðvar fyrir flóttamenn og aðra staði þar sem óttast var að óeirðarseggir myndu koma saman. Um það bil 6.000 lögreglumenn þjálfaðir í að taka á óeirðum voru í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla gegn flóttafólki og öðrum innflytjendum en búið var að bera kennsl á um það bil 40 staði sem voru taldir í sérstakri hættu eftir bollaleggingar óeirðarseggja á samfélagsmiðlum. Lítið varð hins vegar úr mótmælum þeirra sem hugðust ganga gegn flóttafólki og innflytjendum, þar sem gríðarlegur fjöldi gagn-mótmælenda safnaðist saman við umrædda staði og lýsti yfir stuðningi við fyrrnefnda hópa. „Flóttafólk velkomið“, „Rasistana burt“ og „Ömmur gegn Nasistum“ stóð meðal annars á baráttuspjöldum gagn-mótmælenda í Lundúnum, Liverpool, Birmingham, Brighton og Bristol. Í Liverpool mynduðu gagn-mótmælendur vegg fyrir utan kirkju sem var meðal fyrirhugaðra skotmarka, þar sem flóttafólk getur sótt ráðgjöf. Til stympinga kom í Aldershot í Hampshire og í Blackpool en lögregla greip inn í. Þá voru fimmtán handteknir í höfuðborginni en samkvæmt lögreglu var um að ræða einstaklinga sem virtust ekki hafa nein skilaboð að færa heldur voru aðeins að nýta tækifærið til að sýna and-félagslega hegðun. Stjórnvöld hafa gripið til afdráttarlausra aðgerða til að mæta mótmælaöldunni sem reis á dögunum eftir árás á danstíma fyrir börn í Southport í síðustu viku. Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára létu lífið og fleiri eru enn á sjúkrahúsi. Yfirvöld gera ráð fyrir fleiri mótmælum um helgina, sem mögulega gætu orðið að óeirðum. Bretland Flóttamenn Hnífaárás í Southport England Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Um það bil 6.000 lögreglumenn þjálfaðir í að taka á óeirðum voru í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla gegn flóttafólki og öðrum innflytjendum en búið var að bera kennsl á um það bil 40 staði sem voru taldir í sérstakri hættu eftir bollaleggingar óeirðarseggja á samfélagsmiðlum. Lítið varð hins vegar úr mótmælum þeirra sem hugðust ganga gegn flóttafólki og innflytjendum, þar sem gríðarlegur fjöldi gagn-mótmælenda safnaðist saman við umrædda staði og lýsti yfir stuðningi við fyrrnefnda hópa. „Flóttafólk velkomið“, „Rasistana burt“ og „Ömmur gegn Nasistum“ stóð meðal annars á baráttuspjöldum gagn-mótmælenda í Lundúnum, Liverpool, Birmingham, Brighton og Bristol. Í Liverpool mynduðu gagn-mótmælendur vegg fyrir utan kirkju sem var meðal fyrirhugaðra skotmarka, þar sem flóttafólk getur sótt ráðgjöf. Til stympinga kom í Aldershot í Hampshire og í Blackpool en lögregla greip inn í. Þá voru fimmtán handteknir í höfuðborginni en samkvæmt lögreglu var um að ræða einstaklinga sem virtust ekki hafa nein skilaboð að færa heldur voru aðeins að nýta tækifærið til að sýna and-félagslega hegðun. Stjórnvöld hafa gripið til afdráttarlausra aðgerða til að mæta mótmælaöldunni sem reis á dögunum eftir árás á danstíma fyrir börn í Southport í síðustu viku. Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára létu lífið og fleiri eru enn á sjúkrahúsi. Yfirvöld gera ráð fyrir fleiri mótmælum um helgina, sem mögulega gætu orðið að óeirðum.
Bretland Flóttamenn Hnífaárás í Southport England Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira