„Landsliðið“ búið að skila tillögu og von á vímuefnastefnu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 12:11 Vísir/Ívar „Skaðaminnkandi nálgun er það sem að mun umvefja alla stefnumótun. Við erum með í ráðuneytinu núna landsliðið, má segja, í þessari hugmyndafræði og á þessum vettvangi. Það eru mjög margir sem koma að þessu verkefni með okkur í ráðuneytinu að formgera skaðaminnkunarstefnu sem mun fara inn í stærri vímuefnastefnu sem er í endurskoðun.“ Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“ Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Sjá meira
Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“
Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Sjá meira
Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43