Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 19:27 Trump ræðir við fréttamenn um eyrað á sér á blaðamannafundinum í dag. AP/Alex Brandon Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira