Blöskrar græðgi á kostnað gæða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 22:02 Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland hefur ýmislegt að athuga við ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi sem nýti sér erlenda flugrekstraraðila með flugmenn á lágum launum, minni hvíldartíma og litla þekkingu á aðstæðum á Íslandi. Vísir/Magnús Hlynur Flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland segir atvik þar sem þyrla lenti á malarbílastæði og olli að líkindum skemmdum á bíl dæmi um það þegar menn hugsi aðeins um gróða en ekki gæði. Sverrir Tryggvason, starfsmaður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours, lýsti í samtali við fréttastofu í dag hvernig bíll hans hefði orðið fyrir skemmdum þegar þyrlu á vegum þyrluferðafyrirtækisins Glacierheli var lent á malarbílastæði á Suðurnesjum. Ekkert benti til þess að Glacierheli myndi axla ábyrgð á skemmdunum. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. Usman Mehmood, forstjóri og eigandi Glacierheli, segir fyrirtækið með slóvenskar tryggingar. Þyrlan sé frá Austurríki en skráð í Slóveníu. „Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ sagði Usman. Græðgi umfram gæði Reynir Freyr Pétursson er þyrluflugstjóri og flugrekstrarstjóri hjá þyrluþjónustufyrirtækinu HeliAir Iceland. Hann stingur niður penna á vefsíðunni Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook þar sem ferðamennskan hér á landi er reglulega til umræðu. „Svona gerist þegar menn með það eina markmið í sínum rekstri er að græða peninga fara af stað og hugsa ekkert um gæði vörunnar,“ segir Reynir. Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að Glacierheli sé hvorki flugfélag né þyrlufyrirtæki heldur einfaldlega miðasala sem semji við erlenda flugrekstraraðila um að fljúga fyrir sig. Í þessu tilviki sé það Senn Air en Glacierheli hafi notað flugrekstraraðila frá Noregi, Þýskalandi og Austurríki undanfarin tvö ár. Fyrirtækin sendi hingað þyrlur sem komi til hafnar á Seyðisfirði með Norrænu. Flugmenn komi í þrjár til fjórar vikur í senn og sinni aðallega vinsælustu áfangastöðunum í nágrenni Reykjavíkur og eldgosasvæðinu nærri Grindavík. „Þeir fá nánast enga þjálfun í því hvernig þyrluflugi er háttað hér og þess vegna koma árekstrar eins og þetta mál,“ segir Reynir Freyr og vísar til lendingar þyrlunnar á malarstæðinu með tilheyrandi afleiðingum. Á allt öðrum taxta Flugmennirnir sem fljúgi þyrlunum séu á afar lágum launum sem varla nái lægstu töxtum á almennum vinnumarkaði. Frítt fæði og húsnæði á þessum vikum láti dæmið líkast til ganga upp fyrir þyrluflugmennina. Reynir beinir sjónum sínum að erlendu flugrekstraraðilunum. „Þessi félög hafa verið hér á markaðinum í skjóli evrópskra laga sem heimila flugfélögum að starfa um alla Evrópu og nota tækifærið og verið að undirbjóða markaðinn,“ segir Reynir sem á í beinni samkeppni við félögin. Heli Air er annað af tveimur íslenskum þyrluflugfélögum en hitt er Norðurflug. Erlendu félögin taki til sín stóran bita af markaðnum meðal annars í útsýnisflugi og svo að flytja skíðafólk á hina og þessa tinda. „Íslensk félög eru ekki samkeppnishæf því það hlýtur að vera mun ódýrara að reka flugfélag í Slóvakíu eða Austurríki en hér í dýrtíðinni.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á borð við Glacierheli sem starfi hér á landi séu búnar að átta sig á þessu. Þær undirbjóði sætaferðir og yfirbjóði svo íslenska samkeppnisaðila með greiðslum til þeirra fyrirtækja sem vísi viðskiptavinum þangað. Ferðaþjónusturisinn Arctic Adventures sé stærsti kúnni Glacierheli. Orðsporið í vaskinn Til viðbótar þurfi íslensku þyrluflugfélögin, þau tvö fyrrnefndu sem eftir standi, að starfa eftir sérstökum ákvæðum um vinnutíma flugmanna sem er ætlað að auka öryggi. Hámarksvinnutími hjá íslenskum flugmönnum sé tíu klukkustundir en fjórtán klukkustundir hjá þeim erlendu. „Þannig að samkeppnin er ekki einu sinni á jafnræðisgrunni. Eina sem við höfum fram yfir er þekking á landinu og aðstæðum en hverju skiptir það þegar menn vilja græða sem mest. En líkt og í öðrum greinum ferðaþjónustunnar virðast eftirlitsstofnanir lítið sem ekkert geta aðhafst,“ segir Reynir. Verst sé að orðspor þyrluflugmanna á Íslandi fari í vaskinn. Þeir sem hingað koma í nokkrar vikur geti hegðað sér eins og þeim líður þannig daginn en íslensku þyrluflugmennirnir sitji uppi með afleiðingarnar. Auglýstu birni og kanínur í Þórsmörk Ferðaþjónustufyrirtækið Glacierheli komst í fréttirnar í janúar síðastliðnum þegar í ljós kom að fyrirtækið hefði til sölu þyrluferðir í Þórsmörk þar sem fullyrt var að finna mætti skepnur á borð við kanínur, hreindýr og birni sem er ekki tilfellið. Á öðrum stað í kynningarefni fyrirtækisins var fullyrt að gestir gætu séð Geysi sprauta vatni í allt að sjötíu metra hæð. Goshverinn Geysir hefur verið svo gott sem óvirkur áratugum saman en nágrannahverinn Strokkur getur náð allt að þrjátíu metra hæð. Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, sagði Heimildinni að aðili búsettur í London ókunnugur Íslandi hefði skrifað kynningarefnið. Það hefði ekki verið lesið yfir áður en það fór í birtingu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira
Sverrir Tryggvason, starfsmaður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours, lýsti í samtali við fréttastofu í dag hvernig bíll hans hefði orðið fyrir skemmdum þegar þyrlu á vegum þyrluferðafyrirtækisins Glacierheli var lent á malarbílastæði á Suðurnesjum. Ekkert benti til þess að Glacierheli myndi axla ábyrgð á skemmdunum. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. Usman Mehmood, forstjóri og eigandi Glacierheli, segir fyrirtækið með slóvenskar tryggingar. Þyrlan sé frá Austurríki en skráð í Slóveníu. „Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ sagði Usman. Græðgi umfram gæði Reynir Freyr Pétursson er þyrluflugstjóri og flugrekstrarstjóri hjá þyrluþjónustufyrirtækinu HeliAir Iceland. Hann stingur niður penna á vefsíðunni Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook þar sem ferðamennskan hér á landi er reglulega til umræðu. „Svona gerist þegar menn með það eina markmið í sínum rekstri er að græða peninga fara af stað og hugsa ekkert um gæði vörunnar,“ segir Reynir. Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að Glacierheli sé hvorki flugfélag né þyrlufyrirtæki heldur einfaldlega miðasala sem semji við erlenda flugrekstraraðila um að fljúga fyrir sig. Í þessu tilviki sé það Senn Air en Glacierheli hafi notað flugrekstraraðila frá Noregi, Þýskalandi og Austurríki undanfarin tvö ár. Fyrirtækin sendi hingað þyrlur sem komi til hafnar á Seyðisfirði með Norrænu. Flugmenn komi í þrjár til fjórar vikur í senn og sinni aðallega vinsælustu áfangastöðunum í nágrenni Reykjavíkur og eldgosasvæðinu nærri Grindavík. „Þeir fá nánast enga þjálfun í því hvernig þyrluflugi er háttað hér og þess vegna koma árekstrar eins og þetta mál,“ segir Reynir Freyr og vísar til lendingar þyrlunnar á malarstæðinu með tilheyrandi afleiðingum. Á allt öðrum taxta Flugmennirnir sem fljúgi þyrlunum séu á afar lágum launum sem varla nái lægstu töxtum á almennum vinnumarkaði. Frítt fæði og húsnæði á þessum vikum láti dæmið líkast til ganga upp fyrir þyrluflugmennina. Reynir beinir sjónum sínum að erlendu flugrekstraraðilunum. „Þessi félög hafa verið hér á markaðinum í skjóli evrópskra laga sem heimila flugfélögum að starfa um alla Evrópu og nota tækifærið og verið að undirbjóða markaðinn,“ segir Reynir sem á í beinni samkeppni við félögin. Heli Air er annað af tveimur íslenskum þyrluflugfélögum en hitt er Norðurflug. Erlendu félögin taki til sín stóran bita af markaðnum meðal annars í útsýnisflugi og svo að flytja skíðafólk á hina og þessa tinda. „Íslensk félög eru ekki samkeppnishæf því það hlýtur að vera mun ódýrara að reka flugfélag í Slóvakíu eða Austurríki en hér í dýrtíðinni.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á borð við Glacierheli sem starfi hér á landi séu búnar að átta sig á þessu. Þær undirbjóði sætaferðir og yfirbjóði svo íslenska samkeppnisaðila með greiðslum til þeirra fyrirtækja sem vísi viðskiptavinum þangað. Ferðaþjónusturisinn Arctic Adventures sé stærsti kúnni Glacierheli. Orðsporið í vaskinn Til viðbótar þurfi íslensku þyrluflugfélögin, þau tvö fyrrnefndu sem eftir standi, að starfa eftir sérstökum ákvæðum um vinnutíma flugmanna sem er ætlað að auka öryggi. Hámarksvinnutími hjá íslenskum flugmönnum sé tíu klukkustundir en fjórtán klukkustundir hjá þeim erlendu. „Þannig að samkeppnin er ekki einu sinni á jafnræðisgrunni. Eina sem við höfum fram yfir er þekking á landinu og aðstæðum en hverju skiptir það þegar menn vilja græða sem mest. En líkt og í öðrum greinum ferðaþjónustunnar virðast eftirlitsstofnanir lítið sem ekkert geta aðhafst,“ segir Reynir. Verst sé að orðspor þyrluflugmanna á Íslandi fari í vaskinn. Þeir sem hingað koma í nokkrar vikur geti hegðað sér eins og þeim líður þannig daginn en íslensku þyrluflugmennirnir sitji uppi með afleiðingarnar. Auglýstu birni og kanínur í Þórsmörk Ferðaþjónustufyrirtækið Glacierheli komst í fréttirnar í janúar síðastliðnum þegar í ljós kom að fyrirtækið hefði til sölu þyrluferðir í Þórsmörk þar sem fullyrt var að finna mætti skepnur á borð við kanínur, hreindýr og birni sem er ekki tilfellið. Á öðrum stað í kynningarefni fyrirtækisins var fullyrt að gestir gætu séð Geysi sprauta vatni í allt að sjötíu metra hæð. Goshverinn Geysir hefur verið svo gott sem óvirkur áratugum saman en nágrannahverinn Strokkur getur náð allt að þrjátíu metra hæð. Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, sagði Heimildinni að aðili búsettur í London ókunnugur Íslandi hefði skrifað kynningarefnið. Það hefði ekki verið lesið yfir áður en það fór í birtingu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira