Fótbolti

Sjáðu mark Valdimars gegn Flora

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingur þarf að vinna í Eistlandi í næstu viku til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Víkingur þarf að vinna í Eistlandi í næstu viku til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/diego

Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Flora Tallinn í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði mark Víkinga.

Heimamenn byrjuðu leikinn vel en eftir um tuttugu mínútur fengu þeir vítaspyrnu á sig. Jón Guðni Fjóluson átti þá slaka sendingu til baka, Mark Anders Lepik komst í boltann og Ingvar Jónsson braut á honum. Lepik tók vítið sjálfur og skoraði fyrir gestina.

Víkingar jöfnuðu metin þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Aron Elís Þrándarson kom boltanum þá á Valdimar sem skoraði sitt þriðja mark í síðustu tveimur leikjum.

Fleiri urðu mörkin ekki og leikar fóru 1-1. Það er því allt opið fyrir seinni leikinn í Tallinn á fimmtudaginn í næstu viku.

Klippa: Víkingur 1-1 Flora

Sigurvegari einvígisins fer í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar gegn annað hvort Santa Coloma frá Andorra eða RFS frá Lettlandi. RFS vann fyrri leikinn, 0-2.

Mörkin úr leiknum á Víkingsvelli í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður“

„Þetta er búið að vera sagan okkar í heimaleikjum í Evrópukeppnum, búnir að sjá mikið af boltanum en það er refsað fyrir hver einustu mistök og okkur var refsað illilega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×