Fær ekki hjólastólana sína vegna sumarleyfa Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 14:27 Hjólastóllinn sem um ræðir er til vinstri. Sigurður hefur flutt slíka stóla inn áður. Aðsendar Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri Mobility.is segir það fráleitt að sumarfrí opinbers starfsfólks tefji afgreiðslu hjálpartækja fyrir fólk með fötlun. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir vöruskoðun á 14 rafhjólastólum og rafskutlum sem fyrirtæki hans flytur inn. „Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi. Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira
„Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi.
Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira