Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Ilmur Eir Sæmundsdóttir og Haraldur Örn Harðarson keyptu fyrir þremur árum draumaeignina sína sem þau sáu fyrir að eldast í með börnunum sínum tveimur. Í maí eiga vextirnir á láninu að losna og í staðinn fyrir að taka það á sig seldu þau parhúsið og eru á leið til Asíu með börnin sín tvö í óákveðinn tíma. 6.4.2025 16:00
„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Í ár rennur allur ágóði góðgerðarpizzu Domino´s í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Sala pizzunnar hefst á morgun, mánudaginn 7. apríl og stendur til 10. apríl. Bryndís Klara var starfsmaður Domino's. 6.4.2025 12:24
Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld. 6.4.2025 11:48
Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið. 6.4.2025 10:53
Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu. 6.4.2025 10:31
Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 6.4.2025 09:42
Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. 6.4.2025 08:40
Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Mikið álag var síðasta sólarhringinn á sjúkrabílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá þeim á Facebook kemur fram að næturvaktin hafi farið í 53 sjúkraflutninga og dagvaktin í 34. „Þetta er svolítið sérstakt,“ segir í tilkynningunni á Facebook. 6.4.2025 07:52
Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6.4.2025 07:39
Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Í dag má búast við sunnan og suðaustan fimm til 13 metrum á sekúndu. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til 14 stig, en að 18 stigum á morgun, hlýjast verður fyrir norðan. 6.4.2025 07:30