Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Erfiðara að manna í frí­stund í austur­hluta borgarinnar

Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Leggja niður störf og föst laun stór­meistara

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Reglugerðin tilgreinir með hvaða hætti styrkveitingar til skákmanna munu fara fram. Markmiðið með reglugerðinni er að búa afreksskákmönnum og efnilegum skákmönnum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn í skák.

Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár

Síðustu fimm ár hafa verið veitt 99 leyfi til dýratilrauna á Íslandi í vísindaskyni. Átta umsóknum um leyfi til dýratilraunir hefur á sama tíma verið hafnað. Leyfin hafa verið veitt vegna tilrauna á ýmsum dýrategundum. Eitt fyrirtæki hefur fengið leyfi, 3Z. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar.

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Land­spítalans

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að kanna möguleika þess að setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu segir bæði kosti og galla við slíka móttöku.  Starfshópurinn segir að verði ákvörðun tekin um að opna slíka móttöku yrði best ef það yrði tilraunaverkefni til eins eða tveggja ára. 

Alls 70 prósent grunn­skóla í Reykja­vík símalausir

Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 

Læknar á loka­sprettinum í kjara­viðræðum

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags íslands er jákvæð fyrir framhaldi kjaraviðræðna lækna í dag. Hún segir að hennar tilfinning sé að þau séu að komast á lokasprettinn.

Sjá meira