Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 29.11.2024 06:46
Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Benni Hemm Hemm & Kórinn standa fyrir tónleikum í líkamsræktarstöðinni Grandi 101 á morgun, föstudaginn 29. nóvember. Hópurinn leggur undir sig spinninghjólin, upphífingarstangirnar og teygjusvæðið samhliða tónlistarflutningi. 28.11.2024 14:01
Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Reglugerðin tilgreinir með hvaða hætti styrkveitingar til skákmanna munu fara fram. Markmiðið með reglugerðinni er að búa afreksskákmönnum og efnilegum skákmönnum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn í skák. 28.11.2024 11:33
Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Læknafélag Íslands skrifaði undir nýjan kjarasamning í nótt. Formaður læknafélagsins segir að samningurinn verði kynntur fyrir félagsfólki eftir helgi. Þau hafi náð að stytta vinnuviku lækna og bæta kjör þeirra. 28.11.2024 09:06
Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Stefán Birgir Jóhannesson, foreldri barns á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, hvetur Kennarasamband Íslands til að endurskoða aðferðarfræði sína í verkfalli kennara og binda enda á ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Þetta segir Stefán Birgir í aðsendri grein á Vísi í dag. 28.11.2024 08:47
Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Síðustu fimm ár hafa verið veitt 99 leyfi til dýratilrauna á Íslandi í vísindaskyni. Átta umsóknum um leyfi til dýratilraunir hefur á sama tíma verið hafnað. Leyfin hafa verið veitt vegna tilrauna á ýmsum dýrategundum. Eitt fyrirtæki hefur fengið leyfi, 3Z. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar. 28.11.2024 06:45
Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. 27.11.2024 15:29
Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að kanna möguleika þess að setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu segir bæði kosti og galla við slíka móttöku. Starfshópurinn segir að verði ákvörðun tekin um að opna slíka móttöku yrði best ef það yrði tilraunaverkefni til eins eða tveggja ára. 27.11.2024 14:44
Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 27.11.2024 14:08
Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags íslands er jákvæð fyrir framhaldi kjaraviðræðna lækna í dag. Hún segir að hennar tilfinning sé að þau séu að komast á lokasprettinn. 27.11.2024 12:41