Lífið samstarf

Skemmti­legur golf­völlur um­kringdur stór­kost­legri náttúru

Golfvöllur vikunnar
Í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli er golfvöllurinn við Hellishóla. Um er að ræða krefjandi en skemmtilegan níu holu völl sem er umkringdur stórkostlegri náttúr.
Í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli er golfvöllurinn við Hellishóla. Um er að ræða krefjandi en skemmtilegan níu holu völl sem er umkringdur stórkostlegri náttúr.

Golfvöllurinn við Hellishóla, sem er staðsettur í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli, er krefjandi og skemmtilegur níu holu völlur umkringdur stórkostlegri náttúru þar sem árnar Þverá og Grjótá renna í gegnum hann. Völlurinn er rekinn af Golfklúbbnum Þverá sem er félagi í Golfsambandi Íslands.

Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Golfvöllurinn á Hellishólum er golfvöllur vikunnar á Vísi.

„Landslagið hér er einstakt og nálægðin við náttúruna er eitthvað sem ekki er hægt að lýsa,“ segir Víðir Jóhannsson, eigandi golfvallarins.

 „Það eru fyrst og fremst Íslendingar sem spila hér, bæði heimamenn og ferðamenn, en svo er líka þó nokkuð af útlendingum sem spila hér, þá helst gestir Hellishóla.“

Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging tengd ferðaþjónustu á svæðinu. „Í dag má m.a. finna hér 36 herbergja hótel auk 24 sumarhúsa. Við bjóðum líka upp á veislusal sem rúmar 130 manns, tvö baðhús, hér er gott leiksvæði fyrir börn, vatn til að veiða í og gott tjaldsvæði en þar eru rúmlega 80 hjólhýsi með fasta setu en einnig er nóg pláss fyrir fólk sem vill tjalda.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×