Rússar lýsa yfir neyðarástandi Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 23:18 Vladimir Putin Rússlandsforseti. Rússar hafa nú lýst yfir neyðarástandi, en Úkraínumenn hófu gagnárás innan landamæra Rússlands í vikunni. AP Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent