Erlent

Gerðu loft­á­rás á skóla í nótt

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndi frá vettvangi.
Myndi frá vettvangi. Getty

Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum.

Yfirvöld á Gaza halda því fram að níutíu hið minnsta hafi látist í árásinni. The Guardian hefur hins vegar eftir heilbrigðisstarfsfólki að um sextíu hafi dáið.

Í yfirlýsingu frá Hamas segir að í húsinu hafi fólk verið að fara með kvöldbænir þegar árásin átti sér stað og það sé ein ástæðan fyrir þessu mikla mannfalli. Þá hafi viðbragðsaðilum ekki tekist að komast að öllum þeim sem urðu fyrir árásinni.

Mahmoud Bassal, talsmaður viðbragðsaðila á vegum Hamas, segir að í húsinu hafi um sex þúsund manns verið staddir og verið í skjóli undan stríðinu. Hann býst við því að tala látinna muni hækka.

Líkt og áður segir vill Ísraelsher meina að árásin hafi beinst að stjórnstöð Hamas-samtakanna. Þá segist herinn hafa séð til þess að reyna að skaða saklausa borgara sem minnst með nákvæmum hergögnum, myndefni úr lofti og öðrum upplýsingum.

Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum.

„Samkvæmt upplýsingum Ísraelshers gerum við ráð fyrir því að um tuttugu Hamas og íslamskir jihadistar, þar á meðal mikilvægir yfirmenn, hafi verið að vinna í húsnæðinu í Al-Tabaeen-skólanum,“ segir í yfirlýsingu Nadav Shoshani yfirmanni innan ísraleska hersins á samfélagsmiðlinum X.

Hann segir að tala látinna sem Hamas hafi sett fram standist ekki, en gefur ekki upp aðra tölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×