Innlent

Á bak og burt eftir að hafa brotið og bramlað í bú­stað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Innbrotið átti sér stað í sumarbústað á Suðurlandi. Myndin er úr safni.
Innbrotið átti sér stað í sumarbústað á Suðurlandi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt um innbrot og skemmdir í sumarhúsi í nótt. Þegar lögregluna bar að garði var sá sem braust inn á bak og burt. Málið er til rannsóknar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að talsverður erill hafi verið hjá lögreglu í nótt vegna ölvunarláta og „minni háttar pústra“. Þrátt fyrr það hafi engin gist fangageymslu.

Lögreglan bendir á að um helgina fari fram bæjarhátíðirnar Sumar á Selfossi og Hamingjan við hafið í Þorlákshöfn.

Einnig er greint frá því að einn ökumaður hafi verið kærður fyrir að hafa barn í bílnum sem var ekki í viðeigandi öryggisbúnaði fyrir börn. Þá hafi annar verið stöðvaður án ökuréttinda og annar mælst á 139 kílómetra hraða. En tólf voru kærðir fyrir að aka of greitt í umdæminu.

„Lögregla vil biðla til almennings að skemmta sér fallega um helgina og láta ökutæki alfarið í friði ef menn fá sér í glas, en öflugt umferðareftirlit mun verða viðhaft um helgina,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×