Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Sanngjarn sigur Breiðabliks Hinrik Wöhler skrifar 10. ágúst 2024 19:00 Birta Georgsdóttir reyndist Þór/KA óþægur ljár í þúfu í leiknum í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik tók á móti Þór/KA á Kópavogsvelli í dag og hafði betur í miklum markaleik. Leikar enduðu 4-2 fyrir Breiðablik og er liðið aðeins einu stigi frá toppliði Vals. Katrín Ásbjörnsdóttir fékk upplagt tækifæri á 17. mínútu þegar boltinn hrökk til hennar inn í vítateig. Hún lagði boltann fyrir sig en hamraði knettinum rétt fram hjá markinu. Blikar héldu áfram að pressa og skömmu síðar kom fyrsta mark leiksins. Varnarmenn Þór/KA náðu ekki að hreinsa fyrirgjöf Jakobínu Hjörvarsdóttur og hrökk boltinn fyrir Birtu Georgsdóttur. Hún var fljót að bregðast við og skaut föstu skoti í slána og inn í markið. Heimakonur voru með ágætis stjórn á leiknum og allt leit út fyrir að þær myndu fara með eins marks forskot inn til búningsherbergja. Leikmenn Þór/KA voru þó á öðru máli. Í síðustu sókn fyrri hálfleiks fékk Hulda Ósk Jónsdóttir sendingu frá vinstri vængnum og lagði boltann fyrir Löru Ivanusa. Hún smellhitti boltann rétt við vítateigslínuna og náði hnitmiðuðu skoti í bláhornið fram hjá Telmu Ívarsdóttur í marki Breiðabliks. Gegn gangi leiksins náðu gestirnir að jafna og liðin fóru með jafna stöðu þegar Reynir Ingi Finnsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Þór/KA bankaði hressilega á dyrnar á 50. mínútu þegar Sandra María Jessen átti bylmingsskot í slána. Blikar keyrðu upp völlinn hinum megin þar sem Birta Georgsdóttir tók á móti fyrirgjöf og náði að pota boltanum áfram á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var óvölduð í markteignum. Katrín afgreiddi boltann snyrtilega í netið af stuttu færi og Blikar komnir yfir. Leikmenn Breiðabliks fögnuðu fjórum mörkum í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ekki leið að löngu þangað til að Þór/KA jafnaði leikinn á ný. Á 54. mínútu slapp markahrókurinn Sandra María Jessen ein inn fyrir vörn Breiðabliks eftir góðan undirbúning frá Löru Ivanusa. Söndru brást ekki bogalistin og lagði boltann með fram jörðinni undir Telmu í marki Blika. Það var stanslaust stuð á Kópavogsvelli og markasúpan hélt áfram. Breiðablik átti hornspyrnu á 61. mínútu sem gestirnir skölluðu frá en Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir kom á ferðinni fyrir utan vítateig og skrúfaði boltann viðstöðulaust í netið. Glæsilegt mark en Blikar voru ekki hættir. Varamaðurinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir rak smiðshöggið á sigurinn á 77. mínútu eftir góðan undirbúning frá Birtu Georgsdóttur og þar við sat á Kópavogsvelli. Atvik leiksins Stórglæsilegt mark Hrafnhildar Ásu á 61. mínútu kom Blikum yfir enn á ný og var það atvik leiksins enda af dýrari gerðinni. Stjörnur og skúrkar Þetta var leikur þar sem sóknarmennirnir skinu skært. Birta Georgsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Breiðabliks, hún tók mikið til sín og skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik ásamt því að leggja upp tvö mörk. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir var spræk á síðasta þriðjung vallarins og var með bestu mönnum vallarins. Dómarar Reynir Ingi Finnsson sigldi ágætlega gegnum þennan leik. Blikar vildu vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Reynir tók rétta ákvörðun og lét leikinn fljóta áfram í bæði skiptin. Stemning og umgjörð Það voru 153 áhorfendur sem sáu markasúpuna á Kópavogsvelli í dag og engu yfir að kvarta varðandi umgjörð leiksins. Það má þó væntanlega búast við fleirum áhorfendum á næsta leik Breiðabliks sem verður úrslitaleikur bikarsins á Laugardalsvelli. Viðtöl Kristín Dís:„Gott að vera komin heim“ Kristín Dís Árnadóttir hleypur að samherjum sínum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Varnarmaður Blika, Kristín Dís Árnadóttir, snéri til baka eftir dvöl í Danmörku og lék sinn fyrsta leik með liðinu síðan 2021. „Mér líður bara mjög vel og gott að fá mínútur í kroppinn. Gott að vera komin heim,“ sagði Kristín Dís skömmu eftir leik. Hún var byrjuð að líta í kringum sig fyrir nokkru síðan en hún lék með Brøndby IF í Danmörku og gat ekki neitað boði uppeldisfélagsins. „Bæði og, ákvað að líta á hvað væri í boði og síðan kom þetta upp og maður segir ekki nei við því,“ sagði Kristín um heimkomuna. „Við vorum búnar að eiga fyrri hálfleikinn allan tímann og þetta var eitthvað skítamark. Ánægð með okkar karakter hvernig við komum til baka og við gerðum það tvisvar þannig ég er mjög sátt með okkur. Þannig bara spennt að byrja næstu þar sem það er stór leikur á föstudaginn.“ Hún er full tilhlökkunar fyrir leikinn á föstudag en það er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum sem er næst á dagskrá. „Alltaf gaman að fara á Laugardalsvöll og alltaf gaman að spila svona stóra leiki þannig ég get ekki beðið,“ sagði Kristín Dís að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Fótbolti
Breiðablik tók á móti Þór/KA á Kópavogsvelli í dag og hafði betur í miklum markaleik. Leikar enduðu 4-2 fyrir Breiðablik og er liðið aðeins einu stigi frá toppliði Vals. Katrín Ásbjörnsdóttir fékk upplagt tækifæri á 17. mínútu þegar boltinn hrökk til hennar inn í vítateig. Hún lagði boltann fyrir sig en hamraði knettinum rétt fram hjá markinu. Blikar héldu áfram að pressa og skömmu síðar kom fyrsta mark leiksins. Varnarmenn Þór/KA náðu ekki að hreinsa fyrirgjöf Jakobínu Hjörvarsdóttur og hrökk boltinn fyrir Birtu Georgsdóttur. Hún var fljót að bregðast við og skaut föstu skoti í slána og inn í markið. Heimakonur voru með ágætis stjórn á leiknum og allt leit út fyrir að þær myndu fara með eins marks forskot inn til búningsherbergja. Leikmenn Þór/KA voru þó á öðru máli. Í síðustu sókn fyrri hálfleiks fékk Hulda Ósk Jónsdóttir sendingu frá vinstri vængnum og lagði boltann fyrir Löru Ivanusa. Hún smellhitti boltann rétt við vítateigslínuna og náði hnitmiðuðu skoti í bláhornið fram hjá Telmu Ívarsdóttur í marki Breiðabliks. Gegn gangi leiksins náðu gestirnir að jafna og liðin fóru með jafna stöðu þegar Reynir Ingi Finnsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Þór/KA bankaði hressilega á dyrnar á 50. mínútu þegar Sandra María Jessen átti bylmingsskot í slána. Blikar keyrðu upp völlinn hinum megin þar sem Birta Georgsdóttir tók á móti fyrirgjöf og náði að pota boltanum áfram á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var óvölduð í markteignum. Katrín afgreiddi boltann snyrtilega í netið af stuttu færi og Blikar komnir yfir. Leikmenn Breiðabliks fögnuðu fjórum mörkum í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ekki leið að löngu þangað til að Þór/KA jafnaði leikinn á ný. Á 54. mínútu slapp markahrókurinn Sandra María Jessen ein inn fyrir vörn Breiðabliks eftir góðan undirbúning frá Löru Ivanusa. Söndru brást ekki bogalistin og lagði boltann með fram jörðinni undir Telmu í marki Blika. Það var stanslaust stuð á Kópavogsvelli og markasúpan hélt áfram. Breiðablik átti hornspyrnu á 61. mínútu sem gestirnir skölluðu frá en Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir kom á ferðinni fyrir utan vítateig og skrúfaði boltann viðstöðulaust í netið. Glæsilegt mark en Blikar voru ekki hættir. Varamaðurinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir rak smiðshöggið á sigurinn á 77. mínútu eftir góðan undirbúning frá Birtu Georgsdóttur og þar við sat á Kópavogsvelli. Atvik leiksins Stórglæsilegt mark Hrafnhildar Ásu á 61. mínútu kom Blikum yfir enn á ný og var það atvik leiksins enda af dýrari gerðinni. Stjörnur og skúrkar Þetta var leikur þar sem sóknarmennirnir skinu skært. Birta Georgsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Breiðabliks, hún tók mikið til sín og skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik ásamt því að leggja upp tvö mörk. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir var spræk á síðasta þriðjung vallarins og var með bestu mönnum vallarins. Dómarar Reynir Ingi Finnsson sigldi ágætlega gegnum þennan leik. Blikar vildu vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Reynir tók rétta ákvörðun og lét leikinn fljóta áfram í bæði skiptin. Stemning og umgjörð Það voru 153 áhorfendur sem sáu markasúpuna á Kópavogsvelli í dag og engu yfir að kvarta varðandi umgjörð leiksins. Það má þó væntanlega búast við fleirum áhorfendum á næsta leik Breiðabliks sem verður úrslitaleikur bikarsins á Laugardalsvelli. Viðtöl Kristín Dís:„Gott að vera komin heim“ Kristín Dís Árnadóttir hleypur að samherjum sínum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Varnarmaður Blika, Kristín Dís Árnadóttir, snéri til baka eftir dvöl í Danmörku og lék sinn fyrsta leik með liðinu síðan 2021. „Mér líður bara mjög vel og gott að fá mínútur í kroppinn. Gott að vera komin heim,“ sagði Kristín Dís skömmu eftir leik. Hún var byrjuð að líta í kringum sig fyrir nokkru síðan en hún lék með Brøndby IF í Danmörku og gat ekki neitað boði uppeldisfélagsins. „Bæði og, ákvað að líta á hvað væri í boði og síðan kom þetta upp og maður segir ekki nei við því,“ sagði Kristín um heimkomuna. „Við vorum búnar að eiga fyrri hálfleikinn allan tímann og þetta var eitthvað skítamark. Ánægð með okkar karakter hvernig við komum til baka og við gerðum það tvisvar þannig ég er mjög sátt með okkur. Þannig bara spennt að byrja næstu þar sem það er stór leikur á föstudaginn.“ Hún er full tilhlökkunar fyrir leikinn á föstudag en það er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum sem er næst á dagskrá. „Alltaf gaman að fara á Laugardalsvöll og alltaf gaman að spila svona stóra leiki þannig ég get ekki beðið,“ sagði Kristín Dís að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti