„Bara margt jákvætt og fínt en annað ekki gott eins og gengur. Langir kaflar í leiknum voru bara jafnir þar sem að liðin spila ekki eins,“ sagði Jóhann um leikinn skömmu eftir að honum lauk.
Samkvæmt Jóhanni var leikurinn jafn framan af en á endanum gáfu heimakonur í og gengu frá leiknum.
„Við reynum að stjórna leiknum aðeins öðruvísi en þær og það gekk bara fínt hjá báðum liðum á löngum köflum í leiknum. Þess vegna var þetta jafnt en svo taka þær þetta yfir. Þær eru með breidd og góðan hóp og eru eðli málsins samkvæmt í toppbaráttu,“ sagði Jóhann.
Þrátt fyrir að fá á sig fjögur mörk fannst honum frammistaðan í öftustu línu ekki alsæm.
„Mér fannst varnarmennirnir okkar bara standa sig vel sem spiluðu leikinn í dag.“
Þór/KA situr í þriðja sæti Bestu deildar kvenna en með sigri Víkinga í dag þá munar aðeins tveimur stigum á milli liðanna.
„Við höldum áfram að skora eins og við höfum að gera. Fimm mörk í tveimur útileikjum en fáum bara eitt stig en ég held að við förum á æfingasvæðið og reynum að verja markið okkur betur. Þá er ég bjartsýnn á að þessi leiftrandi barátta um hið eftirsótta þriðja sæti verður bara skemmtileg,“ sagði Jóhann um framhaldið.
Ætlar að leyfa öðrum liðum að sópa af hillunum
Opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Jóhann er snöggur til svara þegar hann er inntur eftir því.
„Við erum í engum verslunarhugleiðingum. Ungu stelpurnar spila bara og við leyfum öðrum að sópa af hillunum.“