Kane lék 14 tímabil með Tottenham án þess að vinna titil og gekk í raðir Bayern Munich fyrir tímabilið í fyrra. Bayern er eitt sigursælasta lið í sögu þýska fótboltans en á því varð þó breyting á liðnu tímabili en liðið vann ekki einn einasta titil.
Í gær lék Bayern gegn Tottenham til úrslita í æfingamóti sem kallast „Visit Malta Cup“ og hafði betur 3-2 þar sem Kane kom inn á af bekknum á 80. mínútu og tók við fyrirliðabandinu.
Samkvæmt öllum venjum fótboltans hefði hann því átt að lyfta bikarnum á loft en afþakkaði það, væntanlega af virðingu við sinn gamla klúbb.
⚪️©️ Class by Harry Kane as he rejects to lift the pre-season trophy vs Spurs.@footballontnt 🎥pic.twitter.com/nPhOslk6bq
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024