Innlent

Sér­­­sveitin kölluð til vegna manns sem skaut úr hagla­byssu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Háttsemin beindist ekki að neinum.
Háttsemin beindist ekki að neinum. Vísir/Einar

Sérsveitin var kölluð til aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjunum í gærkvöldi vegna manns sem hafði skotið úr haglabyssu. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir athæfið hafi ekki beinst að neinum. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð.

„Það var maður sem skaut úr haglabyssu í sveitarfélaginu Suðurnesjabæ. Það beindist ekki að einum eða neinum, en þarna var óvarlega farið með vopn og það kallaði á þessi viðbrögð,“ segir Úlfar.

Hann segir að maðurinn sé sennilega í skýrslutöku núna, en hann var handtekinn í gærkvöldi og færður á lögreglustöð.

Hann telur að maðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

„Þetta er háttsemi sem beindist ekki að neinum, en eftir sem áður var skotið úr haglabyssu ekki langt frá íbúðarhúsum,“ segir Úlfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×