Innherji

Dvínandi á­hugi er­lendra sjóða á ís­lenskum ríkis­bréfum þrátt fyrir háa vexti

Hörður Ægisson skrifar
Þótt vægi erlendra fjárfesta í innlendum ríkisbréfum hafi farið hækkandi – það er enn minna en fyrir faraldurinn þegar það var um 13 prósent – þá er eignarhald þeirra hverfandi í samanburði við önnur vestræn ríki.
Þótt vægi erlendra fjárfesta í innlendum ríkisbréfum hafi farið hækkandi – það er enn minna en fyrir faraldurinn þegar það var um 13 prósent – þá er eignarhald þeirra hverfandi í samanburði við önnur vestræn ríki. Vilhelm Gunnarsson

Þrátt fyrir tiltölulega háan vaxtamun við útlönd hefur fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra fjárfesta á ríkisskuldabréfum stöðvast á undanförnum mánuðum eftir að hafa numið tugum milljarða króna á liðnum vetri. Gengi krónunnar hefur að sama skapi farið nokkuð lækkandi og ekki verið lægri gagnvart evrunni frá því undir árslok 2023.


Tengdar fréttir

Á von á meiri erlendri fjárfestingu í ríkis­bréf ef vaxta­munurinn „þrengist ekki“

Þrátt fyrir tugmilljarða innflæði fjármagns í íslensk ríkisskuldabréf síðustu mánuði þá hefði mátt reikna með að það yrði enn meira frá því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, en fá dæmi eru um vestræn ríki þar sem skuldabréfafjárfestar geta komist í jafn háa vexti. Ef vaxtamunur Íslands við útlönd minnkar ekki að ráði er líklegt að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum hér á landi, sem er umtalsvert minni borið saman við önnur þróuð hagkerfi, muni halda áfram að aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×