Kylfingur í bann eftir fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 10:30 Graeme McDowell má ekki taka þátt í næsta móti en fær einnig stóra sekt. Getty/ Jason Butler LIV mótaröðin hefur sett kylfinginn Graeme McDowell í bann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024 Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024
Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti