Innlent

Fyrrum hús­næðis­eig­endur í Grinda­vík fá að leigja hús

Kjartan Kjartansson skrifar
Ríkið ákvað að bjóðast til þess að kaupa íbúðarhúsnæði af Grindvíkingum eftir að hrina jarðskjálfta og síðar eldgosa þvingaði íbúa bæjarins til þess að yfirgefa hann.
Ríkið ákvað að bjóðast til þess að kaupa íbúðarhúsnæði af Grindvíkingum eftir að hrina jarðskjálfta og síðar eldgosa þvingaði íbúa bæjarins til þess að yfirgefa hann. Vísir/Vilhelm

Grindvíkingum sem hafa selt hús sín fasteignafélaginu Þórkötlu stendur til boða að gera leigusamning um húsnæðið eða svokallaða hollvinasamninga. Nú hefur verið gengið frá kaupum á fasteignum 93 prósent þeirra sem sóttu um þau.

Leigu- og hollvinasamningarnir sem Þórkatla býður upp á eru skilyrtir því að öruggt sé talið að dvelja í Grindavík. Hollvinasamningur er sagður byggja á samstarfi fyrrum eigenda og fasteignafélagsins um umhirðu, minniháttar viðhald og almennt eftirlit með eignunum. Til stendur að taka ákvörðun um framkvæmd þessara samninga þegar aðstæður leyfa, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu.

Alls hefur félagið nú gengið frá kaupum á 852 fasteignum í Grindavík. Af þeim hefur félagið tekið við um 650 eignum. Nú er unnið að lokauppgjöri við seljendur og frágangi afsala.

Uppkaupin hafa kostað Þórkötlu, sem er eignaumsýslufélag á vegum ríkisins, rúma 65 milljarða króna til þessa. Kaupsamnings- og afsalsgreiðslur eru tæpir 45 milljarða af heildinni en yfirtekin húsnæðislán rúmir tuttugu milljarðar.


Tengdar fréttir

Búseturétthafar í Grindavík losna undan samningum

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar.

Þórkatla tekið við 400 eignum

Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×