Kærustupar og tískusálufélagar gefa út einstaka fatalínu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 14:00 Díana Breckmann og Bjarki Geirdal eru að gefa út fatalínuna Harajuku Apparel. Aðsend „Við höfum þekkst í um fimmtán ár og erum við fyrst og fremst bestu vinir. Við vinnum vel saman, virðum skoðanir hvors annars og á milli okkar ríkir mikið traust,“ segir parið Díana Breckmann og Bjarki Geirdal. Þau voru að fara af stað með fatamerki undir nafninu Harajuku Appparel. Blaðamaður ræddi við Díönu. Eitthvað sem hún sá ekki annars staðar Díana byrjaði að hanna skartgripi árið 2018 undir merkinu Harajuku Chains. „Það gekk vel alveg frá byrjun og þróaðist í gegnum árin í takt við það sem mig langaði að gera, eitthvað sem ég var ekki að sjá annars staðar.“ Hún segir að innblásturinn hafi að miklu leyti verið dreginn frá götustíl í Austur-Asíu og þá helst frá Harajuku hverfinu í Tokyo. „Tískan þar hefur lengi verið mjög fjölbreytt og skemmtileg blanda af alls konar undirmenningu tískuheimsins. Fréttir af tískunni í Harajuku fóru að dreifast um allan heim um aldamótin 2000 og um það leyti var tímaritið FRUiTS stofnað. Í því tímariti var sýnt frá tískunni í Tokyo og þá helst Harajuku hverfinu og sköpunargáfu og frumleika ungs fólks þar. Það var blanda af pönki, goth og kawaii stílum á þessum tíma, með mikla áherslu á DIY (gerðu það sjálf) tísku eða handgerðan fatnað. Þaðan uppgötva ég almennilega hvað Harajuku er, áður fyrr sá ég og heyrði bara eitthvað smotterí um það hjá Gwen Stefani og varð undir miklum innblæstri. Nú heldur þróunin áfram en næsta skref er að hanna föt og þar með endurskilgreina merkið sem Harajuku Apparel.“ Díana og Bjarki sækja innblástur í Austur-asískan stíl og til Víetnam.Aðsend Lykilatriði að hafa gaman að þessu Díana heldur áfram að sækja innblástur í Austur-asískan götustíl en einnig til Víetnam. „Tískan í Víetnam um þessar mundir er mjög skemmtileg og öðruvísi. Smá glens og gaman, mikil fjölbreytni og ekki of mikill alvarleiki. Ég er ættuð þaðan og hef alltaf haft gaman af frelsinu þar til þess að blanda saman litum og stílum og dregið mikinn innblástur þaðan þegar kemur að tísku. Af því sögðu þá leggjum við mikið upp úr því að þetta sé fjölbreytt blanda af tísku sem okkur finnst vanta meira á Íslandi og svo er auðvitað lykilatriði að hafa bara gaman að þessu. Við fylgjum svipaðri áherslu og Harajuku tískan hefur staðið fyrir, þessi blanda af undirmenningu tískunnar, að handgera og skreyta og vonandi ýta undir tjáningarfrelsi fólks í stílnum sínum. Núna í fyrsta droppi erum við til að mynda að handspreyja boli, hitapressa demanta á boli og „studda“ eða setja gadda á töskur með borvél.“ View this post on Instagram A post shared by Harajuku Apparel (@harajukuapparel) Deila oft fötum Díana og Bjarki eru saman með verkefnið og eru bæði öflug sem par og samstarfsfélagar. „Við höfum þekkst í um fimmtán ár og erum við fyrst og fremst bestu vinir. Við vinnum vel saman, virðum skoðanir hvors annars og á milli okkar ríkir mikið traust. Okkur fannst tilvalið að gera þetta saman enda höfum við bæði gríðarlega mikinn áhuga á tísku. Ég hef verið í tískubransanum síðan 2016 þar sem ég byrjaði ung að vinna í fataverslun, fór svo í það að stílisera sjálf og aðstoðar stílisera fyrir Eddu Guðmunds. Þar af leiðandi hef ég verið eitthvað í kringum þetta og fengið að sjá heilmikið frá Eddu stílista af þessum flottu fötum sem koma erlendis frá sem hún hefur notast við í sinni stíliseringu. Bjarki hefur ekki beint unnið í fatabransanum áður en hefur mikið verið í kringum tísku og verið óhræddur við að prófa sig áfram. Eins hefur hann verið mér til halds og trausts á bakvið tjöldin þegar ég hef verið að stílisera hin og þessi verkefni síðustu ár. Við höfum gaman af alls konar tísku og deilum oft fötum eða kaupum flottar flíkur saman. Við reynum alltaf eftir bestu getu að versla ekki að óþörfu og það getur verið smá erfitt að finna eitthvað sem hentar okkur báðum, því það þarf að tikka í svo mörg box og er ekki endilega svo aðgengilegt á Íslandi.“ Díana og Bjarki voru vinir í mörg ár áður en þau byrjuðu saman.Aðsend Vilja viðhalda fjölbreytni og frumleika Hún segir að fatabransinn geti verið svolítið erfiður. „Markaðurinn og trendin eru að þróast ótrúlega hratt og við viljum viðhalda fjölbreytni og frumleika í tísku í staðinn fyrir að hoppa alltaf inn á ör trendin sem eru víða og geta ýtt undir ofneyslu á fötum. Við viljum einblína á gæði og stuðla að því að fólk velji sér vandaðar flíkur úr góðum efnum sem endast vel og fólki þykir vænt um.“ Fötin sem þau gera verða sömuleiðis ekki framleidd í miklu magni. „Við munum einbeita okkur að því að hafa mismunandi hönnun í hverju droppi. Þannig getum við vonandi ýtt undir fjölbreytni og tjáningarfrelsi hjá þeim sem hafa áhuga. Með því að framleiða fötin í litlu magni getum við sömuleiðis einblínt á gæði og sýnt hverri og einni hönnun ást og athygli.“ Hér má skoða heimasíðu Harajuku. Tíska og hönnun Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Eitthvað sem hún sá ekki annars staðar Díana byrjaði að hanna skartgripi árið 2018 undir merkinu Harajuku Chains. „Það gekk vel alveg frá byrjun og þróaðist í gegnum árin í takt við það sem mig langaði að gera, eitthvað sem ég var ekki að sjá annars staðar.“ Hún segir að innblásturinn hafi að miklu leyti verið dreginn frá götustíl í Austur-Asíu og þá helst frá Harajuku hverfinu í Tokyo. „Tískan þar hefur lengi verið mjög fjölbreytt og skemmtileg blanda af alls konar undirmenningu tískuheimsins. Fréttir af tískunni í Harajuku fóru að dreifast um allan heim um aldamótin 2000 og um það leyti var tímaritið FRUiTS stofnað. Í því tímariti var sýnt frá tískunni í Tokyo og þá helst Harajuku hverfinu og sköpunargáfu og frumleika ungs fólks þar. Það var blanda af pönki, goth og kawaii stílum á þessum tíma, með mikla áherslu á DIY (gerðu það sjálf) tísku eða handgerðan fatnað. Þaðan uppgötva ég almennilega hvað Harajuku er, áður fyrr sá ég og heyrði bara eitthvað smotterí um það hjá Gwen Stefani og varð undir miklum innblæstri. Nú heldur þróunin áfram en næsta skref er að hanna föt og þar með endurskilgreina merkið sem Harajuku Apparel.“ Díana og Bjarki sækja innblástur í Austur-asískan stíl og til Víetnam.Aðsend Lykilatriði að hafa gaman að þessu Díana heldur áfram að sækja innblástur í Austur-asískan götustíl en einnig til Víetnam. „Tískan í Víetnam um þessar mundir er mjög skemmtileg og öðruvísi. Smá glens og gaman, mikil fjölbreytni og ekki of mikill alvarleiki. Ég er ættuð þaðan og hef alltaf haft gaman af frelsinu þar til þess að blanda saman litum og stílum og dregið mikinn innblástur þaðan þegar kemur að tísku. Af því sögðu þá leggjum við mikið upp úr því að þetta sé fjölbreytt blanda af tísku sem okkur finnst vanta meira á Íslandi og svo er auðvitað lykilatriði að hafa bara gaman að þessu. Við fylgjum svipaðri áherslu og Harajuku tískan hefur staðið fyrir, þessi blanda af undirmenningu tískunnar, að handgera og skreyta og vonandi ýta undir tjáningarfrelsi fólks í stílnum sínum. Núna í fyrsta droppi erum við til að mynda að handspreyja boli, hitapressa demanta á boli og „studda“ eða setja gadda á töskur með borvél.“ View this post on Instagram A post shared by Harajuku Apparel (@harajukuapparel) Deila oft fötum Díana og Bjarki eru saman með verkefnið og eru bæði öflug sem par og samstarfsfélagar. „Við höfum þekkst í um fimmtán ár og erum við fyrst og fremst bestu vinir. Við vinnum vel saman, virðum skoðanir hvors annars og á milli okkar ríkir mikið traust. Okkur fannst tilvalið að gera þetta saman enda höfum við bæði gríðarlega mikinn áhuga á tísku. Ég hef verið í tískubransanum síðan 2016 þar sem ég byrjaði ung að vinna í fataverslun, fór svo í það að stílisera sjálf og aðstoðar stílisera fyrir Eddu Guðmunds. Þar af leiðandi hef ég verið eitthvað í kringum þetta og fengið að sjá heilmikið frá Eddu stílista af þessum flottu fötum sem koma erlendis frá sem hún hefur notast við í sinni stíliseringu. Bjarki hefur ekki beint unnið í fatabransanum áður en hefur mikið verið í kringum tísku og verið óhræddur við að prófa sig áfram. Eins hefur hann verið mér til halds og trausts á bakvið tjöldin þegar ég hef verið að stílisera hin og þessi verkefni síðustu ár. Við höfum gaman af alls konar tísku og deilum oft fötum eða kaupum flottar flíkur saman. Við reynum alltaf eftir bestu getu að versla ekki að óþörfu og það getur verið smá erfitt að finna eitthvað sem hentar okkur báðum, því það þarf að tikka í svo mörg box og er ekki endilega svo aðgengilegt á Íslandi.“ Díana og Bjarki voru vinir í mörg ár áður en þau byrjuðu saman.Aðsend Vilja viðhalda fjölbreytni og frumleika Hún segir að fatabransinn geti verið svolítið erfiður. „Markaðurinn og trendin eru að þróast ótrúlega hratt og við viljum viðhalda fjölbreytni og frumleika í tísku í staðinn fyrir að hoppa alltaf inn á ör trendin sem eru víða og geta ýtt undir ofneyslu á fötum. Við viljum einblína á gæði og stuðla að því að fólk velji sér vandaðar flíkur úr góðum efnum sem endast vel og fólki þykir vænt um.“ Fötin sem þau gera verða sömuleiðis ekki framleidd í miklu magni. „Við munum einbeita okkur að því að hafa mismunandi hönnun í hverju droppi. Þannig getum við vonandi ýtt undir fjölbreytni og tjáningarfrelsi hjá þeim sem hafa áhuga. Með því að framleiða fötin í litlu magni getum við sömuleiðis einblínt á gæði og sýnt hverri og einni hönnun ást og athygli.“ Hér má skoða heimasíðu Harajuku.
Tíska og hönnun Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira