Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Margrét Helga Erlingsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 12. ágúst 2024 23:05 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Markar leyfið stóran áfanga í þessu verkefni Landsvirkjunar en í kjölfarið mun fyrirtækið sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem virkjunin mun rísa og verður málið til umfjöllunar þar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir vindmyllurnar geta náð 150 metra hæð og því megi gera ráð fyrir að þær verði nokkuð sýnilegar á nærliggjandi svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár og munu vindmyllurnar því verða á við tvær Hallgrímskirkjur. Halla Hrund segir að verkefnið hafi farið í gegnum langt og strangt ferli og unnið hafi verið að því að takmarka áhrif vindorkuversins á nærumhverfi. „Þetta er verkefni á vegum Landsvirkjunar, fyrsta stóra vindorkuverið hér á landi og gefur okkur kannski tækifæri til þess að ræða um vindorkumál í stærra samhengi út frá raunverulegu verkefni. Það er sannarlega þörf á því. Það eru ákaflega mörg verkefni í undirbúningi og gríðarlega mikilvægt að hafa langtímastefnumörkun um þessi mál,“ sagði Halla Hrund í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svipað og þriðjungur raforkuþarfar höfuðborgarsvæðisins Landsvirkjun hefur leyfi fyrir 120 megavatta raforkuframleiðslu í Búrfellslundi sem nemur um það bil þriðjungi allrar raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Höllu Hrundar. Það komi í hlut Landsvirkjunar að ákveða til hvaða aðila þessi orka yrði seld. „Við finnum á Íslandi að þetta er stór og mikil auðlind, vindorkan sem við eigum. Við erum að stíga þarna ákveðin skref. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að horfa á það hvar við viljum sjá þessi mannvirki og vonandi mun þetta verkefni nýtast til þess að stjórnmálamenn, almenningur átti sig á því hvað þessi verkefni þýða svo við getum verið skynsöm í uppbyggingunni til framtíðar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Markar leyfið stóran áfanga í þessu verkefni Landsvirkjunar en í kjölfarið mun fyrirtækið sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem virkjunin mun rísa og verður málið til umfjöllunar þar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir vindmyllurnar geta náð 150 metra hæð og því megi gera ráð fyrir að þær verði nokkuð sýnilegar á nærliggjandi svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár og munu vindmyllurnar því verða á við tvær Hallgrímskirkjur. Halla Hrund segir að verkefnið hafi farið í gegnum langt og strangt ferli og unnið hafi verið að því að takmarka áhrif vindorkuversins á nærumhverfi. „Þetta er verkefni á vegum Landsvirkjunar, fyrsta stóra vindorkuverið hér á landi og gefur okkur kannski tækifæri til þess að ræða um vindorkumál í stærra samhengi út frá raunverulegu verkefni. Það er sannarlega þörf á því. Það eru ákaflega mörg verkefni í undirbúningi og gríðarlega mikilvægt að hafa langtímastefnumörkun um þessi mál,“ sagði Halla Hrund í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svipað og þriðjungur raforkuþarfar höfuðborgarsvæðisins Landsvirkjun hefur leyfi fyrir 120 megavatta raforkuframleiðslu í Búrfellslundi sem nemur um það bil þriðjungi allrar raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Höllu Hrundar. Það komi í hlut Landsvirkjunar að ákveða til hvaða aðila þessi orka yrði seld. „Við finnum á Íslandi að þetta er stór og mikil auðlind, vindorkan sem við eigum. Við erum að stíga þarna ákveðin skref. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að horfa á það hvar við viljum sjá þessi mannvirki og vonandi mun þetta verkefni nýtast til þess að stjórnmálamenn, almenningur átti sig á því hvað þessi verkefni þýða svo við getum verið skynsöm í uppbyggingunni til framtíðar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22