Ólympíumeistarinn í golfi fékk rúman milljarð í bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:30 Scottie Scheffler með Ólympíugullið sitt. Hann hefur unnið meira en allir á þessu tímabili. Getty/Brendan Moran Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann varð Ólympíumeistari í golfi en það er ekki það eina sem hann getur glaðst yfir þessa dagana. Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024 Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira