Blake Lively umdeild forsíðustúlka septemberblaðsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 13:30 Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue og netverjar hafa skiptar skoðanir á því. Jeff Spicer/Getty Images for Sony Pictures Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. Blake Lively sló upphaflega í gegn í dægurmenningunni fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Serena Van Der Woodsen í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Gossip Girl. Hún er sömuleiðis athafnakona, gift Ryan Reynolds, besta vinkona Taylor Swift og fer með aðalhlutverk í nýju rómantísku gamanmyndinni It Ends With Us. Nýverið hafa sprottið upp sögusagnir af rifrildi á milli Blake Lively og Justin Baldoni, sem er leikstjóri og meðleikari Lively í myndinni. Lítið sem ekkert hefur sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni, hann og Lively hafa ekkert verið mynduð saman og virðist leikhópurinn hafa snúið baki við honum. Þá hefur markaðsherferð leikhópsins sömuleiðis verið gagnrýnd en kvikmyndin fjallar meðal annars um heimilisofbeldi og hefur enginn úr hópnum annar en Baldoni rætt opinberlega um slík málefni. Lively hefur hins vegar nýtt tækifærið og auglýst áfengisfyrirtæki sitt og samstarfsaðila sína í auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Á Instagram hjá Lively skrifa nokkrir athugasemd til varnar Baldoni og segja að Lively hafi komið illa fram við hann. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það ríkir gjarnan mikil eftirvænting hjá tískuunnendum eftir septemberblaði Vogue og sömuleiðis þykir það mikill heiður að prýða forsíðu þess. Því er ekki að undra að fólk hafi skiptar skoðanir á máli sem þessu. Listræni stjórnandinn og leikstjórinn Baz Luhrmann sá um forsíðuna og eiga hann og Lively gott samband en í viðtalinu segist hún meðal annars elska mest að vinna með honum. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í athugasemdum á Instagram hjá Vogue skrifa netverjar meðal annars að þeir skilji ekki hvað Blake hafi gert til að verðskulda forsíðuna og að það sé ekki hægt að segja að hún sé kvikmyndastjarna. Einn skrifar: „Kvikmyndastjarna? Meinarðu ekki bara hvít og ljóshærð?“ og annar „Blake Lively og Ryan Reynolds eru bæði C-lista leikarar en láta alltaf eins og þau séu flottari“. Annar notandi segir að það hefði verið betur við hæfi að setja til dæmis bandaríska fimleikaliðið frá Ólympíuleikunum á forsíðuna. Þá segja sumir að listræna stjórnunin hafi verið glötuð, „Ég hef elst um 80 ár við að skoða þessa forsíðu,“ og „ó nei, þetta hafði svo mikla möguleika,“ eru meðal athugasemda. Þó eru aðrir í skýjunum með forsíðuna og segja að Baz hitti alltaf naglann á höfuðið í listsköpun sinni, Blake sé stórglæsileg og fullkomin og fleira í jákvæðum dúr. Tíska og hönnun Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Blake Lively sló upphaflega í gegn í dægurmenningunni fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Serena Van Der Woodsen í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Gossip Girl. Hún er sömuleiðis athafnakona, gift Ryan Reynolds, besta vinkona Taylor Swift og fer með aðalhlutverk í nýju rómantísku gamanmyndinni It Ends With Us. Nýverið hafa sprottið upp sögusagnir af rifrildi á milli Blake Lively og Justin Baldoni, sem er leikstjóri og meðleikari Lively í myndinni. Lítið sem ekkert hefur sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni, hann og Lively hafa ekkert verið mynduð saman og virðist leikhópurinn hafa snúið baki við honum. Þá hefur markaðsherferð leikhópsins sömuleiðis verið gagnrýnd en kvikmyndin fjallar meðal annars um heimilisofbeldi og hefur enginn úr hópnum annar en Baldoni rætt opinberlega um slík málefni. Lively hefur hins vegar nýtt tækifærið og auglýst áfengisfyrirtæki sitt og samstarfsaðila sína í auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Á Instagram hjá Lively skrifa nokkrir athugasemd til varnar Baldoni og segja að Lively hafi komið illa fram við hann. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það ríkir gjarnan mikil eftirvænting hjá tískuunnendum eftir septemberblaði Vogue og sömuleiðis þykir það mikill heiður að prýða forsíðu þess. Því er ekki að undra að fólk hafi skiptar skoðanir á máli sem þessu. Listræni stjórnandinn og leikstjórinn Baz Luhrmann sá um forsíðuna og eiga hann og Lively gott samband en í viðtalinu segist hún meðal annars elska mest að vinna með honum. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í athugasemdum á Instagram hjá Vogue skrifa netverjar meðal annars að þeir skilji ekki hvað Blake hafi gert til að verðskulda forsíðuna og að það sé ekki hægt að segja að hún sé kvikmyndastjarna. Einn skrifar: „Kvikmyndastjarna? Meinarðu ekki bara hvít og ljóshærð?“ og annar „Blake Lively og Ryan Reynolds eru bæði C-lista leikarar en láta alltaf eins og þau séu flottari“. Annar notandi segir að það hefði verið betur við hæfi að setja til dæmis bandaríska fimleikaliðið frá Ólympíuleikunum á forsíðuna. Þá segja sumir að listræna stjórnunin hafi verið glötuð, „Ég hef elst um 80 ár við að skoða þessa forsíðu,“ og „ó nei, þetta hafði svo mikla möguleika,“ eru meðal athugasemda. Þó eru aðrir í skýjunum með forsíðuna og segja að Baz hitti alltaf naglann á höfuðið í listsköpun sinni, Blake sé stórglæsileg og fullkomin og fleira í jákvæðum dúr.
Tíska og hönnun Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira