„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Telma Tómasson og Eiður Þór Árnason skrifa 14. ágúst 2024 07:30 Þorbjörg María mætti í sett í gær og svaraði spurningum um afstöðu Landverndar til nýtingar vindorkunnar. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið. Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið.
Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27