Erlent

For­sætis­ráð­herra Japan sækist ekki eftir endur­kjöri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vinsældið Fumio Kishida hafa dalað undanfarin misseri.
Vinsældið Fumio Kishida hafa dalað undanfarin misseri. Vísir/EPA

Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021.

Vinsældir hans hafa þó dalað mikið síðustu misserin í skugga ásakana um spillingu innan flokks hans og í ljósi lélegrar stöðu japanska jensins. Nú nýtur hann aðeins stuðnings um 16 prósent landsmanna og hefur forsætisráðherra ekki fengið svo slaka útkomu í könnunum þar í landi í rúman áratug. 

Kishida segir að breytingar innan flokksins séu nauðsynlegar og því hafi hann ákveðið að hverfa á brott og að nýr leiðtogi verði valinn í gagnsærri og frjálsri atkvæðagreiðslu. Næstu þingkosningar í Japan eru á næsta ári, en Frjálslyndir demókratar hafa verið við völd meira og minna frá árinu 1955.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×