Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Haukur Logi Jóhannsson skrifar 14. ágúst 2024 14:01 Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Á sama tíma er nauðsynlegt að vernda einstaka náttúru landsins. Togstreitan milli náttúruverndar og orkunýtingar kallar á skýra stefnu sem tekur tillit til beggja sjónarmiða, og hér geta staðlar í umhverfismálum leikið lykilhlutverk. Náttúruverndarsamtök eins og Landvernd leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurheimta röskuð vistkerfi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í að tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í loftslagsmálum. Hins vegar er mikilvægt að ná jafnvægi milli náttúruverndar og orkunýtingar, sérstaklega þar sem orkuþörf landsins mun aukast með tímanum. Hlutverk staðla í náttúruvernd og nýtingu Staðlar geta veitt mikilvæga leiðsögn og stuðning við að ná þessum jafnvægi. Umhverfisstaðlar, eins og ÍST EN ISO 14001, setja fram kröfur um stjórnkerfi umhverfismála sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Með því að fylgja slíkum stöðlum geta orkuver og aðrir aðilar sem standa að stórum framkvæmdum tryggt að þau uppfylli ströng umhverfisskilyrði og draga þannig úr neikvæðum áhrifum á náttúruna. ÍST EN ISO 14001 er ekki eini staðallinn sem getur nýst. Einnig eru til sértækir staðlar sem miða að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, eins og ÍST EN ISO 50001 um orkunýtingu. Með því að fylgja þessum stöðlum geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að þau nýti orku á skilvirkan hátt og dragi þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda, án þess að skerða náttúru landsins óhóflega. Vindorkugarðar og staðlar Vindorkugarðar eru hluti af lausninni til að mæta orkuþörf og ná loftslagsmarkmiðum Íslands, en þeir þurfa að vera skipulagðir með virðingu fyrir náttúrunni. Staðlar eins og ÍST EN ISO 14001 geta tryggt að framkvæmdir fari fram með tilliti til umhverfisins, með áherslu á að lágmarka neikvæð áhrif. Til dæmis má með slíkum stöðlum tryggja að vindorkugarðar séu staðsettir á svæðum sem hafa minna náttúruverndargildi og að áhrif þeirra séu metin ítarlega áður en framkvæmdir hefjast. Íslensk stjórnvöld og fyrirtæki geta einnig nýtt sér staðla til að bæta samskipti við samfélagið og tryggja að hagsmunir allra séu virtir. Með því að innleiða staðla fyrir samfélagsábyrgð, eins og ÍST EN ISO 26000, geta fyrirtæki sýnt samfélagslega ábyrgð með þátttöku í ákvarðanatökuferli og stuðlað að trausti milli þeirra og almennings. Stefna til framtíðar með stuðningi staðla Til þess að Ísland geti náð framúrskarandi árangri í loftslagsmálum og orkunýtingu er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu sem byggir á að nýta staðla sem verkfæri til að tryggja jafnvægi á milli verndar og nýtingar. Slík stefna gæti tekið mið af öllum þeim þáttum sem skipta máli, eins og umhverfisvernd, orkunýtingu, nýsköpun og tækniþróun. Staðlar geta einnig stuðlað að auknu gagnsæi og bættum samskiptum milli opinberra aðila, fyrirtækja og almennings. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að orkuframleiðsla og orkunotkun snerta samfélagið allt og hafa áhrif á alla landsmenn. Það er ljóst að samspil náttúruverndar og orkunýtingar kallar á nýjar lausnir og samvinnu. Staðlar geta verið öflugt verkfæri til að tryggja að sú samvinna sé byggð á traustum grunni sem stuðlar að sjálfbærri þróun. Með því að nýta staðla sem leiðsögn geta stjórnvöld, fyrirtæki og samfélagið allt unnið saman að því að tryggja framtíðarvelferð Íslands í loftslagsmálum án þess að fórna einstökum náttúruauðlindum landsins. Þetta er leiðin til að sameina vernd og nýtingu orku með það að markmiði að tryggja sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnastjóri hjá Íslenskum stöðlum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Á sama tíma er nauðsynlegt að vernda einstaka náttúru landsins. Togstreitan milli náttúruverndar og orkunýtingar kallar á skýra stefnu sem tekur tillit til beggja sjónarmiða, og hér geta staðlar í umhverfismálum leikið lykilhlutverk. Náttúruverndarsamtök eins og Landvernd leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurheimta röskuð vistkerfi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í að tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í loftslagsmálum. Hins vegar er mikilvægt að ná jafnvægi milli náttúruverndar og orkunýtingar, sérstaklega þar sem orkuþörf landsins mun aukast með tímanum. Hlutverk staðla í náttúruvernd og nýtingu Staðlar geta veitt mikilvæga leiðsögn og stuðning við að ná þessum jafnvægi. Umhverfisstaðlar, eins og ÍST EN ISO 14001, setja fram kröfur um stjórnkerfi umhverfismála sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Með því að fylgja slíkum stöðlum geta orkuver og aðrir aðilar sem standa að stórum framkvæmdum tryggt að þau uppfylli ströng umhverfisskilyrði og draga þannig úr neikvæðum áhrifum á náttúruna. ÍST EN ISO 14001 er ekki eini staðallinn sem getur nýst. Einnig eru til sértækir staðlar sem miða að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, eins og ÍST EN ISO 50001 um orkunýtingu. Með því að fylgja þessum stöðlum geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að þau nýti orku á skilvirkan hátt og dragi þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda, án þess að skerða náttúru landsins óhóflega. Vindorkugarðar og staðlar Vindorkugarðar eru hluti af lausninni til að mæta orkuþörf og ná loftslagsmarkmiðum Íslands, en þeir þurfa að vera skipulagðir með virðingu fyrir náttúrunni. Staðlar eins og ÍST EN ISO 14001 geta tryggt að framkvæmdir fari fram með tilliti til umhverfisins, með áherslu á að lágmarka neikvæð áhrif. Til dæmis má með slíkum stöðlum tryggja að vindorkugarðar séu staðsettir á svæðum sem hafa minna náttúruverndargildi og að áhrif þeirra séu metin ítarlega áður en framkvæmdir hefjast. Íslensk stjórnvöld og fyrirtæki geta einnig nýtt sér staðla til að bæta samskipti við samfélagið og tryggja að hagsmunir allra séu virtir. Með því að innleiða staðla fyrir samfélagsábyrgð, eins og ÍST EN ISO 26000, geta fyrirtæki sýnt samfélagslega ábyrgð með þátttöku í ákvarðanatökuferli og stuðlað að trausti milli þeirra og almennings. Stefna til framtíðar með stuðningi staðla Til þess að Ísland geti náð framúrskarandi árangri í loftslagsmálum og orkunýtingu er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu sem byggir á að nýta staðla sem verkfæri til að tryggja jafnvægi á milli verndar og nýtingar. Slík stefna gæti tekið mið af öllum þeim þáttum sem skipta máli, eins og umhverfisvernd, orkunýtingu, nýsköpun og tækniþróun. Staðlar geta einnig stuðlað að auknu gagnsæi og bættum samskiptum milli opinberra aðila, fyrirtækja og almennings. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að orkuframleiðsla og orkunotkun snerta samfélagið allt og hafa áhrif á alla landsmenn. Það er ljóst að samspil náttúruverndar og orkunýtingar kallar á nýjar lausnir og samvinnu. Staðlar geta verið öflugt verkfæri til að tryggja að sú samvinna sé byggð á traustum grunni sem stuðlar að sjálfbærri þróun. Með því að nýta staðla sem leiðsögn geta stjórnvöld, fyrirtæki og samfélagið allt unnið saman að því að tryggja framtíðarvelferð Íslands í loftslagsmálum án þess að fórna einstökum náttúruauðlindum landsins. Þetta er leiðin til að sameina vernd og nýtingu orku með það að markmiði að tryggja sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnastjóri hjá Íslenskum stöðlum
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun