Á hlaupum yfir hraunið með hræ í kjaftinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 12:09 Refurinn tignarlegi á sprettinum yfir hraunið. Hann var glæsilegur fagurbrúni refurinn sem sást á hlaupum yfir nýlegt hraun við Sundhnúkagígaröðina í gær. Hann var með nýveidda bráð í kjaftinum. Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar. Dýr Grindavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar.
Dýr Grindavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira