Innlent

Gripin með ó­hrein peningabúnt í Leifs­stöð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Farþegar á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Íslensk kona á fertugsaldri sætir ákæru fyrir peningaþvætti eftir að hafa verið stöðvuð með jafnvirði rúmlega þrettán milljóna króna í reiðufé á Keflavíkurflugvelli.

Konan er sökuð um að hafa þann 21. desember 2022 tekið við 86.500 evrum í reiðufé frá óþekktum aðila. Lögregla telur að það geti ekki hafa dulist henni að peningarnir væru ávinningur af refsiverðum brotum.

Konan átti bókað flug til Amsterdam í Hollandi þegar hún var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli þann 22. desember. Átti hún að afhenda öðrum óþekktum aðila peningana sem hún faldi í farangri sínum. Tollverðir fundu fjármunina við leit í farangri.

86.500 evrur eru andvirði rúmlega 13 milljóna íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×