Fréttir

Ó­á­sættan­leg hætta í hluta Grinda­víkur, fugla­hótel og Ung­frú Ís­land

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík og óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins í ljósi þess að búist er við gosi á hverri stundu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri, mætir í myndver og fer yfir málið í beinni.

Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Við ræðum við Guðmund Inga Guðbrandsson sem telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi.

Þá kíkjum við í heimsókn á fuglahótel þar sem fuglar hafa jafnvel flutt inn á vegna ánægju með dvölina og verðum í beinni frá fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.

Í Sportpakkanum skoðum við ónýtan gervigrasvöll KR og í Íslandi í dag heimsækjum við Pittsburgh í Norður-Ameríku.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×