Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 14. ágúst 2024 19:23 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. „Mín skoðun og minna helstu manna og almannavarnadeildar eru alltaf þau sömu að við viljum helst ekki sjá fólk dvelja inn í Grindavíkurbæ að næturlagi,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dregið hafi úr þeim fjölda fólks sem dvelji í bænum. Visst svæði innan Grindavíkur er talið vera með óásættanlegri hættu og hefur fólk sömuleiðis dvalið innan marka þess næturlagi. Aukin hætta er talin vera á ferðum í hluta Grindavíkur.Grafík/Hjalti „Við metum það sem svo að það sé meiri hætta innan þessa reits, það er svæði norðan Austurvegar og austan Víkurbrautar. Í augnablikinu er dvalið þarna í sirka 3 til 4 húsum. Ég vil nú höfða til þeirra sem dvelja þarna á hverjum tíma að hugsa til þeirrar ábyrgðar, þessir einstaklingar eru í bænum á eigin ábyrgð,“ segir Úlfar. Lögregla þurfi að vera í bænum sérstaklega til að gæta íbúa „Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ bætir Úlfar við. Gildandi hættukort Veðurstofunnar.Veðurstofa Íslands Úlfar segist óttast um velferð þeirra einstaklinga sem dvelji í bænum. „Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“ „Ég hef verið fráhverfur því að banna fólki eitt og annað en fullorðnir einstaklingar eru auðvitað sjálfbjarga í því taka ákvarðanir fyrir sig sjálfa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
„Mín skoðun og minna helstu manna og almannavarnadeildar eru alltaf þau sömu að við viljum helst ekki sjá fólk dvelja inn í Grindavíkurbæ að næturlagi,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dregið hafi úr þeim fjölda fólks sem dvelji í bænum. Visst svæði innan Grindavíkur er talið vera með óásættanlegri hættu og hefur fólk sömuleiðis dvalið innan marka þess næturlagi. Aukin hætta er talin vera á ferðum í hluta Grindavíkur.Grafík/Hjalti „Við metum það sem svo að það sé meiri hætta innan þessa reits, það er svæði norðan Austurvegar og austan Víkurbrautar. Í augnablikinu er dvalið þarna í sirka 3 til 4 húsum. Ég vil nú höfða til þeirra sem dvelja þarna á hverjum tíma að hugsa til þeirrar ábyrgðar, þessir einstaklingar eru í bænum á eigin ábyrgð,“ segir Úlfar. Lögregla þurfi að vera í bænum sérstaklega til að gæta íbúa „Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ bætir Úlfar við. Gildandi hættukort Veðurstofunnar.Veðurstofa Íslands Úlfar segist óttast um velferð þeirra einstaklinga sem dvelji í bænum. „Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“ „Ég hef verið fráhverfur því að banna fólki eitt og annað en fullorðnir einstaklingar eru auðvitað sjálfbjarga í því taka ákvarðanir fyrir sig sjálfa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira