Nýfæddir tvíburar létust í sprengjuárás á meðan faðirinn brá sér frá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 23:31 Palestínski faðirinn syrgir dauða barna sinna með fæðiingarvottorðin í höndum sínum. Ap/Abdel Kareem Hana Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira