Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 06:32 Raygun bauð án efa upp á mjög óhefðbundnar æfingar í breikdanskeppninni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Elsa Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv) Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv)
Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira