Verkfræðingar segja vald SA „óeðlilega mikið“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:02 Í Karphúsinu er skellt í vöfflur þegar kjarasamningar eru í höfn. Verkfræðingar segjast vart eiga aðkomu að viðræðum lengur, eftir að línur eru lagðar í samningum við stóru félögin. Vísir/Vilhelm Menntun er ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var, segja framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“ Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“
Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira